Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 21:00 Reglugerð um skoðun ökutækja verður hert verulega á næsta ári þegar mun minna þarf til þess að bílar fái á sig akstursbann. Vísir/Vilhelm Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður. Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári. Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira