Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 22:40 Fólk þarf greinilega að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir í jólamatinn. Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr. Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr.
Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52