113 sjúkrabílar sinntu útköllum síðasta sólarhringinn og kalla þurfti út fimm slökkvibíla. Þar stóð hæst eldur í bakhúsi á Frakkastíg en þar fór svo sannarlega betur en á horfðist. Engan sakaði en töluverðar skemmdir urðu á húsinu.
Slökkviliðið biður fólk enn fremur að huga að persónulegum sóttvörnum en þetta kemur fram í Facebook-færslu hér að neðan.