Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 13:31 Tómas Guðbjartsson til vinstri og Arnar Þór Jónsson til hægri. Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira