Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2021 14:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fráleitt að verða við kröfum Rússa varðandi veru herafla NATO í bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi. Íslendingar geti ekki skorast undan ef ákveðið verði að herða á viðskiptaþvingunum gegn Rússum. Vísir/Arnar Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segir í viðtali við tímaritið Spectator að forystumenn NATO ríkjanna ættu ekki einu sinni að gefa því opinberlega undir fótinn að hersveitir bandalagsins myndu koma Úkraínumönnum til varnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd Alþingis og segir NATO ríkin í heild ákveða viðbrögð bandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Rússneskar hersveitir á nýlegri heræfingu í Hvítarússlandi.Vadim Savitskiy/Rússneska varnarmálaráðuneytið/AP „Við þurfum hins vegar að skoða hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta er fullvalda ríki sem hefur tekið þá ákvörðun að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Mér finnst eðlilegt að NATO og Bandaríkin geri það sem þau geta til að efla her og varnir Úkraínu. En auðvitað er það risapólitísk spurning hvort NATO eigi að taka þátt í að verja Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín. Afstaða einstakra NATO ríkja megi ekki ráðast af þeim viðskiptahagsmunum sem ein þjóð kunni að hafa fram yfir aðra, í þessi tilviki Bretar. Íslendingar sem herlaus þjóð taki ekki þátt í ákvörðunum innan NATO um hernaðarátök. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur sent um sjötíu þúsund hermenn að austurlandamærum Úkraínu og krefst þess að NATO lýsi því yfir að landið fái aldrei aðild að bandalaginu. Pútin vill fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann krefst þess einnig að herafli NATO í bandalagsríkjunum við Eystrasalt og Póllandi verði kallaðar til baka.AP/Alexander Zemlianichenko „En það sem við getum gert er að taka þátt í viðskiptaþvingunum. Það er kannski það vopn sem NATO ríkin og Evrópuríkin hafa einna helst beitt gagnvart Rússum. Það er mjög eðlilegt að Ísland taki fullan þátt í slíkum viðskiptaþvingunum. Við Íslendingar verðum líka að hugsa heildstætt um okkar hagsmuni. Við megum heldur ekki litast af því að það séu einhverjir hagsmunir hér innanlands sem lita hvaða afstöðu við tökum í utanríkispólitík,“ segir formaður Viðreisnar. Kröfur Rússa um að vestrænar hersveitir NATO hverfi frá bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi væru fráleitar. „Þetta er algerlega útilokað og þetta er stórhættulegt. Hér verður NATO að mínu mati að mæta Rússum af fyllstu hörku. Við erum að tala hér um fullvalda ríki. Þau hafa sjálf tekið ákvörðun um hvernig þau beita sínu fullveldi. Þau hafa sjálf kosið að beita því með NATO og ganga í NATO,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. NATO Rússland Úkraína Utanríkismál Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segir í viðtali við tímaritið Spectator að forystumenn NATO ríkjanna ættu ekki einu sinni að gefa því opinberlega undir fótinn að hersveitir bandalagsins myndu koma Úkraínumönnum til varnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd Alþingis og segir NATO ríkin í heild ákveða viðbrögð bandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Rússneskar hersveitir á nýlegri heræfingu í Hvítarússlandi.Vadim Savitskiy/Rússneska varnarmálaráðuneytið/AP „Við þurfum hins vegar að skoða hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta er fullvalda ríki sem hefur tekið þá ákvörðun að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Mér finnst eðlilegt að NATO og Bandaríkin geri það sem þau geta til að efla her og varnir Úkraínu. En auðvitað er það risapólitísk spurning hvort NATO eigi að taka þátt í að verja Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín. Afstaða einstakra NATO ríkja megi ekki ráðast af þeim viðskiptahagsmunum sem ein þjóð kunni að hafa fram yfir aðra, í þessi tilviki Bretar. Íslendingar sem herlaus þjóð taki ekki þátt í ákvörðunum innan NATO um hernaðarátök. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur sent um sjötíu þúsund hermenn að austurlandamærum Úkraínu og krefst þess að NATO lýsi því yfir að landið fái aldrei aðild að bandalaginu. Pútin vill fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann krefst þess einnig að herafli NATO í bandalagsríkjunum við Eystrasalt og Póllandi verði kallaðar til baka.AP/Alexander Zemlianichenko „En það sem við getum gert er að taka þátt í viðskiptaþvingunum. Það er kannski það vopn sem NATO ríkin og Evrópuríkin hafa einna helst beitt gagnvart Rússum. Það er mjög eðlilegt að Ísland taki fullan þátt í slíkum viðskiptaþvingunum. Við Íslendingar verðum líka að hugsa heildstætt um okkar hagsmuni. Við megum heldur ekki litast af því að það séu einhverjir hagsmunir hér innanlands sem lita hvaða afstöðu við tökum í utanríkispólitík,“ segir formaður Viðreisnar. Kröfur Rússa um að vestrænar hersveitir NATO hverfi frá bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi væru fráleitar. „Þetta er algerlega útilokað og þetta er stórhættulegt. Hér verður NATO að mínu mati að mæta Rússum af fyllstu hörku. Við erum að tala hér um fullvalda ríki. Þau hafa sjálf tekið ákvörðun um hvernig þau beita sínu fullveldi. Þau hafa sjálf kosið að beita því með NATO og ganga í NATO,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
NATO Rússland Úkraína Utanríkismál Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46