Glæsilegt sjóminjasafn hjá Rabba í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 20:11 Þórður Rafn Sigurðsson (Rabbi á Dala-Rafni) í Vestmannaeyjum með ferðakompásinn sinn, sem hann keypti út í Mexíkó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt allra glæsilegasta sjóminjasafn í einkaeigu er í Vestmannaeyjum en þar er að finna fjölda bátalíkana og um sjö hundruð safngripi. Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Það er ótrúlega gaman að koma á sjóminjasafnið hjá Rabba á Dala-Rafni, eins og hann er alltaf kallaður (heitir fullu nafni Þórður Rafn Sigurðsson) og sjá alla þá merkilegu hluti, sem hann hefur safnað í gegnum árin sem tengist sjómennsku á einn eða annan hátt. Þá eru nokkrir mjög merkilegir bátar á safninu og líkön af bátum, sem eru eftir Grím Karlsson og Tryggva Sigurðsson, vini Rabba. „Þetta byrjaði fyrir 45 árum síðan þegar ég fór að safna að mér þegar ég sá það að það var verið að henda öllu, þessu gamla sem tilheyrði sjónum. Ég safnaði þessu saman og ætlaði bara að láta þetta fara á sjóminjasafn hér í Vestmannaeyjum en það var aldrei gert neitt í því þannig að ég byrjaði bara að leika mér að því að setja upp safn sjálfur,“ segir Rabbi. Rabbi segist vera mjög stoltur af safninu sínu og segist alltaf fá góð viðbrögð frá gestum, sem skoða það. Hann hefur líka fengið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. „Það er mest hissa á því hvað þetta er stórt,“ segir Rabbi og hlær. En er verið að henda allt of mikið af svona munum? „Já, við erum alveg sammála um það ég og Þórður í Skógum að það sé hent allt of miklu og engin virðing borin fyrir fortíðinni.“ Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða gripur er merkilegastur á safninu að mati Rabba? „Ég geri nú ekki upp á milli þeirra en ég á hérna Sextant frá 1863 og svo á ég ferðakompás, sem ég keypti út í Mexíkó, hann er þrjú til fimm hundruð ára gamall. Þeir notuðu þetta landkönnuðirnir þegar þeir voru að kanna Suður Ameríku,“ segir Rabbi. Rabbi hefur ekki bara safnað munum tengdum sjónum og sjómennsku því hann er með forláta skrifborð og stóla á safninu sínu. „Já, ég er hér með skrifborðið frá Gunnari Ólafssyni á Tanganum frá 1910 og stólarnir og allt er frá honum, ég hafði það að varðveita þetta allt saman,“ segir Rabbi ánægður með safnið sitt og það, sem hann hefur verið að gera í gegnum árin með safnið sitt. Safnið hjá Rabba er allt hið glæsilegasta. Það er alltaf hægt að slá á þráðinn til Rabba og þá er hann mættur til að opna safnið ef fólk kemur að því lokuðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Söfn Menning Sjávarútvegur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira