Umbótaáætlun Ísteka hrint í framkvæmd Arnþór Guðlaugsson skrifar 19. desember 2021 18:38 Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. Líftæknifyrirtækið Ísteka er verðmætaskapandi útflutningsfyrirtæki sem aflar þjóðarbúinu árlega um tveggja milljarða króna í gjaldeyristekjur. Um 40 manns hafa fasta atvinnu hjá félaginu. Ísteka býr til lyfjaefni (equine Chorionic Gonadotrophin, eCG) með hátækniaðferðum sem þróaðar hafa verið hjá fyrirtækinu úr blóðvökva hryssa. Lyfjahluti starfseminnar hefur verið skoðaður og samþykktur af Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) og Lyfjastofnun Íslands. Þá er lyfjaefnið leyft á öllum helstu mörkuðum heims og blóðgjafir og lyfjaframleiðsla úr hryssublóði sömuleiðis í Evrópu, þar með talið í löndum ESB og EES. Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum sýna að blóðgjafir hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin sömuleiðis eins og önnur folöld. Í tilfellum frávika, sem geta komið upp, er brugðist við með skýrum ábendingum um úrbætur, sérstöku viðbótareftirliti eða uppsögn á viðskiptasambandi. Ísteka hefur sjö sinnum hætt viðskiptum við bændur, þar af tvisvar nýlega. Erlend dýravelferðarsamtök sem hafa að eigin sögn rannsakað blóðtökur á íslenskum bæjum frá 2019 til 2021 fundu frávik frá dýravelferð á tveimur bæjum af alls 119 bæjum. Blóðsöfnun á hverjum bæ tekur marga klukkutíma. Myndefni samtakanna sem birt hefur verið sýnir aðeins nokkrar sekúndur og vissulega óverjandi meðferð, sem Ísteka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að umrædd samtök hafa farið afar frjálslega með ýmsar staðreyndir og hreinar rangfærslur í sumum tilfellum. Þjóðfélagsumræðan um frávik á dýravelferð á tveimur bæjum hefur nú að ósekju selt alla bændur búgreinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftirlit Ísteka með blóðtöku varð umræddra frávika ekki vart í eftirlitinu. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið að endurskoða framkvæmdina og auka eftirlitið enn frekar til að fyrirbyggja algjörlega að slíkt geti komið upp aftur. Til þessa hefur Ísteka lagt ríka áherslu á dýravelferð með velferðarsamningi við bændur, þjónustusamningi við dýralækna sem annast blóðtökuna, sem m.a. kveður á um ábyrgð þeirra á velferð dýranna og fleira. Þá hefur hafa allir bændur gæðahandbók sem Ísteka gefur út og skylt er að styðjast við í starfseminni auk þess sem fulltrúi Ísteka fer reglulega í eftirlitsferðir til að kanna ástand hryssanna, aðstöðu á bæjum og fyrirkomulag við blóðtöku. Ísteka heimsækir um helming bæja á hverju ári eins og hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess. Þar er m.a. að finna myndband sem sýnir blóðsöfnun í rólegu og yfirveguðu umhverfi eins og Ísteka leggur áherslu á. Frávik sem sýnt hefur verið er undantekning frá reglunni. Vegna þessa misbrests hefur Ísteka nú kynnt ítarlega umbótaáætlun sem felur í sér að fræðsla til bænda verður aukin með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, uppfærslu á handbók, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá verður myndavélaeftirlit tekið upp og hryssur eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta til blóðgjafar verða teknar úr stóðinu. Við hjá Ísteka munum á næstunni fjalla frekar um tilgang blóðtöku úr fylfullum hryssum, frjósemi spendýra, dýraumhverfi og þann aðbúnað sem Ísteka gerir kröfur og mun gera körfur um til framtíðar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Hestar Arnþór Guðlaugsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. Líftæknifyrirtækið Ísteka er verðmætaskapandi útflutningsfyrirtæki sem aflar þjóðarbúinu árlega um tveggja milljarða króna í gjaldeyristekjur. Um 40 manns hafa fasta atvinnu hjá félaginu. Ísteka býr til lyfjaefni (equine Chorionic Gonadotrophin, eCG) með hátækniaðferðum sem þróaðar hafa verið hjá fyrirtækinu úr blóðvökva hryssa. Lyfjahluti starfseminnar hefur verið skoðaður og samþykktur af Fæðu- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) og Lyfjastofnun Íslands. Þá er lyfjaefnið leyft á öllum helstu mörkuðum heims og blóðgjafir og lyfjaframleiðsla úr hryssublóði sömuleiðis í Evrópu, þar með talið í löndum ESB og EES. Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum sýna að blóðgjafir hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin sömuleiðis eins og önnur folöld. Í tilfellum frávika, sem geta komið upp, er brugðist við með skýrum ábendingum um úrbætur, sérstöku viðbótareftirliti eða uppsögn á viðskiptasambandi. Ísteka hefur sjö sinnum hætt viðskiptum við bændur, þar af tvisvar nýlega. Erlend dýravelferðarsamtök sem hafa að eigin sögn rannsakað blóðtökur á íslenskum bæjum frá 2019 til 2021 fundu frávik frá dýravelferð á tveimur bæjum af alls 119 bæjum. Blóðsöfnun á hverjum bæ tekur marga klukkutíma. Myndefni samtakanna sem birt hefur verið sýnir aðeins nokkrar sekúndur og vissulega óverjandi meðferð, sem Ísteka brást við þegar í stað og málið kom upp. Það liggur einnig fyrir að umrædd samtök hafa farið afar frjálslega með ýmsar staðreyndir og hreinar rangfærslur í sumum tilfellum. Þjóðfélagsumræðan um frávik á dýravelferð á tveimur bæjum hefur nú að ósekju selt alla bændur búgreinarinnar undir sömu sök. Þrátt fyrir ríkt eftirlit Ísteka með blóðtöku varð umræddra frávika ekki vart í eftirlitinu. Af þeim sökum hefur félagið ákveðið að endurskoða framkvæmdina og auka eftirlitið enn frekar til að fyrirbyggja algjörlega að slíkt geti komið upp aftur. Til þessa hefur Ísteka lagt ríka áherslu á dýravelferð með velferðarsamningi við bændur, þjónustusamningi við dýralækna sem annast blóðtökuna, sem m.a. kveður á um ábyrgð þeirra á velferð dýranna og fleira. Þá hefur hafa allir bændur gæðahandbók sem Ísteka gefur út og skylt er að styðjast við í starfseminni auk þess sem fulltrúi Ísteka fer reglulega í eftirlitsferðir til að kanna ástand hryssanna, aðstöðu á bæjum og fyrirkomulag við blóðtöku. Ísteka heimsækir um helming bæja á hverju ári eins og hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu félagsins og Facebook-síðu þess. Þar er m.a. að finna myndband sem sýnir blóðsöfnun í rólegu og yfirveguðu umhverfi eins og Ísteka leggur áherslu á. Frávik sem sýnt hefur verið er undantekning frá reglunni. Vegna þessa misbrests hefur Ísteka nú kynnt ítarlega umbótaáætlun sem felur í sér að fræðsla til bænda verður aukin með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, uppfærslu á handbók, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá verður myndavélaeftirlit tekið upp og hryssur eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta til blóðgjafar verða teknar úr stóðinu. Við hjá Ísteka munum á næstunni fjalla frekar um tilgang blóðtöku úr fylfullum hryssum, frjósemi spendýra, dýraumhverfi og þann aðbúnað sem Ísteka gerir kröfur og mun gera körfur um til framtíðar. Höfundur greinarinnar er framkvæmdastjóri Ísteka.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun