Eins og fjallið væri að öskra á þau Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 23:01 Feðginin Urður Arna Ómarsdóttir og Ómar Bogason. Framhús er fremra húsið á myndinni. Aftara húsið er Múli, sem einnig fvarð fyrir skriðunni. Urður Arna Ómarsdóttir Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent