Liðið hans Tom Brady skoraði ekki eitt stig í nótt: Hafði ekki gerst í fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:23 Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers töpuðu leik sínum í nótt en stærsta fréttin var kannski að þeir skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum. Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021 NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira