Liðið hans Tom Brady skoraði ekki eitt stig í nótt: Hafði ekki gerst í fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:23 Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í NFL-meistaraliði Tampa Bay Buccaneers töpuðu leik sínum í nótt en stærsta fréttin var kannski að þeir skoruðu ekki eitt einasta stig í leiknum. Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021 NFL Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Þetta var annars skrautlegur leikur sem endaði með 9-0 sigri New Orleans Saints. Sparkarinn Brett Maher skoraði þrjú vallarmörk og það voru einu stig leiksins. Buccaneers liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Hinn 44 ára gamli Tom Brady hefur verið frábær á tímabilinu en það gekk ekkert upp í nótt. Hann kastaði boltanum tvisvar frá sér og var felldur fjórum sinnum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2006 þar sem liðið hans Brady tekst ekki að skora stig en hann hafði spilað 255 leiki í röð með að minnsta kosti þrjú stig á töflunni. „Ég held að við höfum ekki verið góðir í neinu í nótt,“ sagði Tom Brady. Vikuna áður hafði Brady verið sá fyrsti í sögunni til að kasta fyrir 700 snertimörkum. „Þetta var ekki bara eitthvað eitt heldur fullt af hlutum. Við verðum að gera betur í öllu í sóknarleiknum okkar. Við vinnu ekki leiki ef við skorum ekki stig,“ sagði Brady. Tampa Bay Buccaneers liðið er samt áfram á toppnum í suðurriðli Þjóðardeildarinnar. „Við verðum að vera miklu betri. Við verðum að vinna mikið í okkar málum og það er mikið af fótbolta eftir enn,“ sagði Brady. Ofan á slaka frammistöðu þá meiddust líka hlauparinn Leonard Fournette og útherjarnir öflugu Chris Godwin og Mike Evans. Þetta var því skelfilegur leikur fyrir Buccaneers á alla mögulega vegu. On #SNF, the @Saints handed Tom Brady his first shutout since Week 15, 2006 ...Back on Dec 10, 2006:- Brady was 29 years, 129 days old- No currently active defensive player had yet entered the NFL- Drew Brees was playing his first season w/ the Saints— NFL Research (@NFLResearch) December 20, 2021
NFL Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira