Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. desember 2021 11:15 Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags. Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira