Barney fór örugglega áfram í endurkomunni | Wade hikstaði en er kominn í 32-manna úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 23:28 Raymond van Barneveld tapaði gegn Michael van Gerwen í úrslitum Heimsmeistaramótsins árið 2018. Getty/Bryn Lennon Fimmfaldur heimsmeistari Raymond van Barneveld, eða Barney eins og hann er iðulega kallaður, snéri aftur á stóra sviðið í Ally Pally og vann öruggan 3-0 sigur gegn Laurence Ilagan í 96-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld. Þá vann James Wade 3-1 sigur gegn Maik Kuivenhoven. Wade er þó líklega ekki allt of sáttur við spilamennsku sína í kvöld, en þegar þú ert í fjórða sæti heimslistans má búast við því að þú setjir pressu á sjálfan þig. Wade vann fyrsta settið 3-1, og það sama var uppi á teningnum í öðru setti. Maik Kuivenhoven fór þó illa með hann í þriðja setti og vann alla þrjá leggina. Þrátt fyrir hálf slappa spilamennsku í fjórða setti hafði Wade betur 3-1 og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum, en getur líklega þakkað fyrir að hafa ekki verið að spila gegn betri andstæðingi í kvöld. 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗴𝗲𝘁𝘀 𝗼𝘃𝗲𝗿 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗶𝗻𝗲!It wasn't Wade's best performance but he comfortably gets past Maik Kuivenhoven to reach the Third Round. Average under 84, but that will matter not to Wade as he progresses! pic.twitter.com/XM3qBM6io5— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2021 Í öðrum viðureignum kvöldsins hafði Luke Woodhouse betur gegn James Wilson 3-1 og Rusty-Jake Rodriguez vann 3-1 sigur gegn Ben Robb. Áður hafði bróðir Rusty-Jake Rodriguez, Rowby-John Rodriguez, tryggt sig áfram. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem bræður fara báðir áfram á sama Heimsmeistaramótinu. Years in which brothers have both won matches in a PDC World Championship2015 - Kim and Ronny Huybrechts2022 - Rowby-John and Rusty-Jake Rodriguez— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) December 20, 2021 Að lokum má ekki gleyma endurkomu fimmfalda heimsmeistararns Raymond van Barneveld á stóra sviðið, en hann lagði pílurnar á hilluna árið 2019. Barneveld fór nokkuð örugglega í gegnum andstæðing kvöldsins, Laurence Ilagan, með 3-0 sigri. Barneveld mætir heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross, í 64-manna úrslitum. Pílukast Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Wade er þó líklega ekki allt of sáttur við spilamennsku sína í kvöld, en þegar þú ert í fjórða sæti heimslistans má búast við því að þú setjir pressu á sjálfan þig. Wade vann fyrsta settið 3-1, og það sama var uppi á teningnum í öðru setti. Maik Kuivenhoven fór þó illa með hann í þriðja setti og vann alla þrjá leggina. Þrátt fyrir hálf slappa spilamennsku í fjórða setti hafði Wade betur 3-1 og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum, en getur líklega þakkað fyrir að hafa ekki verið að spila gegn betri andstæðingi í kvöld. 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗴𝗲𝘁𝘀 𝗼𝘃𝗲𝗿 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗶𝗻𝗲!It wasn't Wade's best performance but he comfortably gets past Maik Kuivenhoven to reach the Third Round. Average under 84, but that will matter not to Wade as he progresses! pic.twitter.com/XM3qBM6io5— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2021 Í öðrum viðureignum kvöldsins hafði Luke Woodhouse betur gegn James Wilson 3-1 og Rusty-Jake Rodriguez vann 3-1 sigur gegn Ben Robb. Áður hafði bróðir Rusty-Jake Rodriguez, Rowby-John Rodriguez, tryggt sig áfram. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem bræður fara báðir áfram á sama Heimsmeistaramótinu. Years in which brothers have both won matches in a PDC World Championship2015 - Kim and Ronny Huybrechts2022 - Rowby-John and Rusty-Jake Rodriguez— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) December 20, 2021 Að lokum má ekki gleyma endurkomu fimmfalda heimsmeistararns Raymond van Barneveld á stóra sviðið, en hann lagði pílurnar á hilluna árið 2019. Barneveld fór nokkuð örugglega í gegnum andstæðing kvöldsins, Laurence Ilagan, með 3-0 sigri. Barneveld mætir heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross, í 64-manna úrslitum.
Pílukast Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira