Innlent

Handtóku mann sem var að bera sig fyrir framan börn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Nóttin var heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem þó handtók einn eftir að tilkynning barst um mann sem var að bera sig fyrir framan börn. Gisti hann fangageymslu.

Þá var ölvuðum manni vísað út úr húsnæði þar sem hann var óvelkominn og öðrum manni vísað á brott þar sem hann var að reyna að komast inn í hús.

Ein tilkynning barst um líkamsáras og í tilkynningu lögreglu segir að vitað sé hver gerandinn er. Meiðsli voru minniháttar. Þá barst ein tilkynning um þjófnað í verslun en málið var afgreitt á vettvangi.

Lögregla hafði afskipti af fjórum ökumönnum í gær sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×