Verkefnið er hugarfóstur félaganna Einars Ólafssonar og Óskars Páls Sveinssonar. Markmið skíðagöngunnar var að safna áheitum til styrktar Ljóssins og starfsemi þess. Garparnir hugðust ganga tveir í upphafi en buðu öllum með sem vildu. Einar gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmet við gönguna en hann gekk samtals 202,9 kílómetra á gönguskíðum á meðan verkefninu stóð.
Skíðagarpar og aðrir velunnarar Ljóssins voru ekki lengi að taka við sér en allt í allt voru um 170 manns sem tóku þátt í viðburðinum. Fólk gekk jafnlangt og því lysti en fimm tóku gönguna alla leið og gengu á gönguskíðum í átján klukkutíma samfleytt. Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið.
Hægt er að heita á verkefnið fram að áramótum en styrktarlínur má sjá hér að neðan.
S: 907-1010 fyrir 1.000 kr.
S: 907-1030 fyrir 3.000 kr.
S: 907-1050 fyrir 5.000 kr.
Einnig er hægt að leggja inn á styrktarreikning Ljóssins:
Reikningsnúmer: 130-26-410420
Kennitala: 590406-0740