Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík á þriggja kílómetra dýpi.
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, einn upp á 2,7, einn upp á tvo og þrír upp á 1,5.
Þetta segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands en lokaniðurstaða um stærð liggur aðeins fyrir um stærsta skjálftann.
Fréttastofu hafa ekki borist neinar ábendingar fólks sem fann fyrir skjálftanum.