Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. desember 2021 19:00 Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun