Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 15:15 Upptaka úr vestismyndavél lögregluþjóns sýnir þegar Elena Lopez var skotinn til bana. Lögreglan telur að eitt þeirra skota sem lögregluþjónninn skaut úr riffli sínum hafi skoppað af gólfinu og hæft unga stúlku sem hafði leitað sér skjóls með móður sinni í mátunarklefum fyrir aftan Lopez. Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira