Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 09:34 Arnar Þór Jónsson er lögmaður fólksins. Í tilfelli einhverra er of seint að skjóta málinu til æðra dómstigs, en hann segir að það verði skoðað í tilfellum hinna sem enn eiga þess kost. Vísir/ÞÞ Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Um er að ræða fimm einstaklinga í sömu fjölskyldu sem létu reyna á ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun fyrir dómi, líkt og heimild er fyrir í sóttvarnalögum. Fólkið var allt einkennalaust. Arnar Þór Jónsson lögmaður fór með málið fyrir hönd allra fimm. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. „Úrskurðirnir komu seint í gærkvöldi og þar er staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis í öllum þessum fimm málum,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Hann bætir því við að dómarinn í málunum hafi gert athugasemd við upplýsingagjöf stjórnvalda til borgaranna, en það hafi ekki verið talið duga til að ógilda einangrunarferlið. Einangrun flestra sem áttu hlut að máli rann út nú á miðnætti, og koma þeir því ekki til með að geta skotið málinu til Landsréttar, vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Arnar Þór segir að ræða þurfi hvort farið verði með mál hinna til Landsréttar. Arnar Þór sagðist ekki geta gefið kost á nánari viðbrögðum að svo stöddu, hann ætti eftir að skoða málið betur. Ákvarðanir um einangrun alltaf verið staðfestar Héraðsdómstólar hafa áður tekið til umfjöllunar mál sem varða einangrun einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19. Fyrst í október árið 2020 og sömuleiðis í apríl á þessu ári. Alls hafa tíu slík mál farið fyrir héraðsdómara, og alltaf hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest. Þremur málanna var svo skotið til Landsréttar, sem staðfesti í öllum þremur tilvikum ákvarðanir héraðsdóms. Síðasta vor voru hins vegar kveðnir upp úrskurðir þar sem ekki var talin lagastoð fyrir reglugerðarákvæði í reglugerð heilbrigðisráðherra sem skikkaði einstaklinga til að taka út sóttkví á farsóttarhúsi við komuna til landsins. Þar var þó ekki deilt um skyldu fólks til að taka út sóttkví, heldur aðeins hvort skylt væri að gera það á þar til gerðu hóteli.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. 27. desember 2021 12:08
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38