Lyfjaefni Ísteka gagnast m.a. við vernd villtra dýra Arnþór Guðlaugsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. Hér verður fjallað um tilgang þess að lyfjaefni eru búin til úr blóðvökva fylfullra hryssa, jákvæð áhrif þess á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd sem rétt notkun lyfjaefnisins hefur í för með sér. Vernd villtra dýra Ýmiskonar lyfjaefni eru framleidd úr blóðvökva hrossa. Þeirra á meðal eru mikilvæg efni til meðhöndlunar á stífkrampa og eitrunum af völdum dýrabits, s.s. snáka og kóngulóa. Lyfjaefnið sem Ísteka býr til úr blóðvökva fylfullra hryssa kallast eCG og er notað til að stilla gangmál og auka frjósemi spendýra; ekki aðeins svína eins og sumir halda, heldur einnig í sauðfjár- og nautgriparækt. Auk notkunar í landbúnaði reynist lyfið einnig vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna annarra dýrategunda, svo sem dýra á válista eða í útrýmingarhættu. Þannig hefur eCG t.d. verið gefið nashyrningum, tígrisdýrum, blettatígrum, pardusköttum, steingeitum, villisvínum, apaköttum og ýmsum tegundum antilópa og dádýra. Ekkert annað lyf sem til er á markaði hefur sömu breiðu og langverkandi virkni og eCG. Jákvæð áhrif á kolefnisspor, minnkun sýklalyfjanotkunar og aukið samkeppnisvægi minni búa Notkun lyfjaefnisins eCG hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn. Ef eCG væri ekki notað þyrfti fleiri dýr, meira fóður og fleiri aðföng, stærri hús og meiri innviði. Notkun lyfsins skilar sér því í minna kolefnisspori en ef það væri ekki notað. Í svínaeldi hjálpar eCG bændum að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. Það gefur kost á meira hreinlæti og þar með betri heilsu grísa á búinu sem aftur dregur úr þörf fyrir sýklalyf og hættu á að sjúkdómar komi upp sem dreifst geta frá búunum. Þeirra á meðal eru salmonella og svínaflensa. Nákvæmt utanumhald uppeldishópa skilar sér í aukinni dýravelferð s.s. vegna betri yfirsýnar starfsmanna og lengra mjólkurtímabils. Hið síðarnefnda leiðir til heilbrigðari grísa sem vegnar betur í áframeldi. eCG er sérstaklega mikilvægt litlum og meðalstórum svínabúum sem eru í harðri samkeppni við hin stærri án þess að búa við sömu stærðarhagkvæmni. Svipaða sögu um ávinning af notkun eCG má segja um sauðamjólkurframleiðslu sem stunduð er víða í Evrópu. Sá búskapur er að miklu leyti háður notkun eCG því skortur á því myndi leiða til óhagkvæmni, minni framleiðslu og skorti á ýmsum vinsælum ostum. Vel haldnar hryssur á Íslandi stuðla þannig að betri heilsu og líðan margfalt fleiri húsdýra víða um heim. Stór og heilbrigður hrossastofn Í öðrum vestrænum löndum þekkist ekki sú hefð sem ríkir hjá íslenskum hrossabændum að halda stórt stóð á víðáttumiklum landsvæðum. Hrossin eru notuð til að halda landinu í rækt og framleiða kjöt. Heilbrigði íslensku hrossanna er líka með eindæmum gott og margir skæðir hrossasjúkdómar sem herja á meginlandi Evrópu og víðar þekkjast ekki á Íslandi. Lög og reglugerðir um dýravelferð eru einnig á háu stigi hér og langt umfram það sem tíðkast á svæðum með sambærilega hefð í hrossahaldi, s.s. í S-Ameríku, Kína, Kasakstan og víðar. Öll þessi atriði eru lykilástæða þess að blóðsöfnun úr hryssum og framleiðsla lyfjaefnisins eCG er framkvæmd á Íslandi. Velferð íslensku hryssanna Heilbrigði, aðbúnaður og atlæti íslenskra blóðgjafarhryssa er gott, jafnvel betra en annarra hryssa, sem ekki eru nýttar til blóðgjafar. Það stafar m.a. af því ríka eftirliti sem haft er með þeim árið um kring. Raunar má fullyrða að velferð hryssanna sem búa við frelsi í haga árið um kring sé meiri en margra annarra húsdýra sem sjá okkur fyrir ýmsum daglegum nauðþurftum. Hraustar og vel haldnar hryssur Blóðgjöf hryssu tekur um 10 mínútur í hvert sinn og er heildartími blóðgjafanna að meðaltali um ein klukkustund á ári. Hryssurnar hafast við á rúmgóðu og grösugu landi í samfélagi við önnur hross og í samræmi við náttúrulegt atferli sitt. Þær búa við frelsi allan ársins hring og fá ávallt nægt og gott hey og vatn á vetrum til að tryggja velferð dýranna. Hrossabúskapur hentar vel með öðrum landbúnaði. Þau nýta haga sem henta öðrum húsdýrum verr því æskilegt fóður fyrir hross er grófara og kraftminna en þarf fyrir sauðfé og kýr. Styrkir afkomu bænda Bændur hafa töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu og geta tekjurnar verið nokkuð stór hluti í heild af rekstri búsins. Missir þeirra getur skipt sköpum um hvort bregða þurfi búi með tilheyrandi fólksfækkun og fjölgun eyðibýla í brothættum byggðum landsins. Framleiðsla Ísteka er mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað víða um lönd, hún veitir bændum viðbótartekjur sem geta gert gæfumuninn í starfsemi þeirra og þegar rétt er að staðið, eins og ber að gera, lifa hryssurnar betra lífi en flest þau dýr sem við mennirnir nýtum afurðirnar af. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Arnþór Guðlaugsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. Hér verður fjallað um tilgang þess að lyfjaefni eru búin til úr blóðvökva fylfullra hryssa, jákvæð áhrif þess á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd sem rétt notkun lyfjaefnisins hefur í för með sér. Vernd villtra dýra Ýmiskonar lyfjaefni eru framleidd úr blóðvökva hrossa. Þeirra á meðal eru mikilvæg efni til meðhöndlunar á stífkrampa og eitrunum af völdum dýrabits, s.s. snáka og kóngulóa. Lyfjaefnið sem Ísteka býr til úr blóðvökva fylfullra hryssa kallast eCG og er notað til að stilla gangmál og auka frjósemi spendýra; ekki aðeins svína eins og sumir halda, heldur einnig í sauðfjár- og nautgriparækt. Auk notkunar í landbúnaði reynist lyfið einnig vel í ræktunar- og verndarstarfi vegna annarra dýrategunda, svo sem dýra á válista eða í útrýmingarhættu. Þannig hefur eCG t.d. verið gefið nashyrningum, tígrisdýrum, blettatígrum, pardusköttum, steingeitum, villisvínum, apaköttum og ýmsum tegundum antilópa og dádýra. Ekkert annað lyf sem til er á markaði hefur sömu breiðu og langverkandi virkni og eCG. Jákvæð áhrif á kolefnisspor, minnkun sýklalyfjanotkunar og aukið samkeppnisvægi minni búa Notkun lyfjaefnisins eCG hefur jákvæð áhrif á kolefnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar gelddýra á sama afurðamagn. Ef eCG væri ekki notað þyrfti fleiri dýr, meira fóður og fleiri aðföng, stærri hús og meiri innviði. Notkun lyfsins skilar sér því í minna kolefnisspori en ef það væri ekki notað. Í svínaeldi hjálpar eCG bændum að viðhalda uppeldishópum í réttri stærð og með ákjósanlegri aldursdreifingu. Það gefur kost á meira hreinlæti og þar með betri heilsu grísa á búinu sem aftur dregur úr þörf fyrir sýklalyf og hættu á að sjúkdómar komi upp sem dreifst geta frá búunum. Þeirra á meðal eru salmonella og svínaflensa. Nákvæmt utanumhald uppeldishópa skilar sér í aukinni dýravelferð s.s. vegna betri yfirsýnar starfsmanna og lengra mjólkurtímabils. Hið síðarnefnda leiðir til heilbrigðari grísa sem vegnar betur í áframeldi. eCG er sérstaklega mikilvægt litlum og meðalstórum svínabúum sem eru í harðri samkeppni við hin stærri án þess að búa við sömu stærðarhagkvæmni. Svipaða sögu um ávinning af notkun eCG má segja um sauðamjólkurframleiðslu sem stunduð er víða í Evrópu. Sá búskapur er að miklu leyti háður notkun eCG því skortur á því myndi leiða til óhagkvæmni, minni framleiðslu og skorti á ýmsum vinsælum ostum. Vel haldnar hryssur á Íslandi stuðla þannig að betri heilsu og líðan margfalt fleiri húsdýra víða um heim. Stór og heilbrigður hrossastofn Í öðrum vestrænum löndum þekkist ekki sú hefð sem ríkir hjá íslenskum hrossabændum að halda stórt stóð á víðáttumiklum landsvæðum. Hrossin eru notuð til að halda landinu í rækt og framleiða kjöt. Heilbrigði íslensku hrossanna er líka með eindæmum gott og margir skæðir hrossasjúkdómar sem herja á meginlandi Evrópu og víðar þekkjast ekki á Íslandi. Lög og reglugerðir um dýravelferð eru einnig á háu stigi hér og langt umfram það sem tíðkast á svæðum með sambærilega hefð í hrossahaldi, s.s. í S-Ameríku, Kína, Kasakstan og víðar. Öll þessi atriði eru lykilástæða þess að blóðsöfnun úr hryssum og framleiðsla lyfjaefnisins eCG er framkvæmd á Íslandi. Velferð íslensku hryssanna Heilbrigði, aðbúnaður og atlæti íslenskra blóðgjafarhryssa er gott, jafnvel betra en annarra hryssa, sem ekki eru nýttar til blóðgjafar. Það stafar m.a. af því ríka eftirliti sem haft er með þeim árið um kring. Raunar má fullyrða að velferð hryssanna sem búa við frelsi í haga árið um kring sé meiri en margra annarra húsdýra sem sjá okkur fyrir ýmsum daglegum nauðþurftum. Hraustar og vel haldnar hryssur Blóðgjöf hryssu tekur um 10 mínútur í hvert sinn og er heildartími blóðgjafanna að meðaltali um ein klukkustund á ári. Hryssurnar hafast við á rúmgóðu og grösugu landi í samfélagi við önnur hross og í samræmi við náttúrulegt atferli sitt. Þær búa við frelsi allan ársins hring og fá ávallt nægt og gott hey og vatn á vetrum til að tryggja velferð dýranna. Hrossabúskapur hentar vel með öðrum landbúnaði. Þau nýta haga sem henta öðrum húsdýrum verr því æskilegt fóður fyrir hross er grófara og kraftminna en þarf fyrir sauðfé og kýr. Styrkir afkomu bænda Bændur hafa töluverðar tekjur af því að halda hryssur til blóðgjafar og kjötframleiðslu og geta tekjurnar verið nokkuð stór hluti í heild af rekstri búsins. Missir þeirra getur skipt sköpum um hvort bregða þurfi búi með tilheyrandi fólksfækkun og fjölgun eyðibýla í brothættum byggðum landsins. Framleiðsla Ísteka er mikilvæg fyrir fjölbreyttan landbúnað víða um lönd, hún veitir bændum viðbótartekjur sem geta gert gæfumuninn í starfsemi þeirra og þegar rétt er að staðið, eins og ber að gera, lifa hryssurnar betra lífi en flest þau dýr sem við mennirnir nýtum afurðirnar af. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar