Slökkviliðið biður fólk um að hætta að kveikja í ruslagámum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 07:31 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu. Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48