Gamla brýnið LeBron James minnti rækilega á sig þar sem hann fór fyrir liði Los Angeles Lakers sem vann góðan sigur á Portland Trail Blazers, 139-106.
LeBron spilaði tæpan hálftíma í leiknum og á þeim tíma skoraði hann 43 stig auk þess að rífa niður fjórtán fráköst. Russell Westbrook var sömuleiðis hress með að nýja árið væri gengið í garð en hann skoraði fimmtán stig, tók þrettán fráköst og gaf tólf stoðsendingar.
Þá átti annar ellismellur góða innkomu af bekknum þar sem Carmelo Anthony skilaði sextán stigum af bekknum hjá Lakers sem er í harðri baráttu um úrslitakeppnissæti en liðið er sem stendur í 7.sæti Vesturdeildarinnar.
Season high 43 points.
— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 1, 2022
This is 37.
LeBron James x #NBAAllStar pic.twitter.com/Ii5ZLMXJEk
Fyrr í gærkvöldi mættust Indiana Pacers og Chicago Bulls.
Þar stal Demar DeRozan senunni en hann skoraði þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins og tryggði Bulls þar með tveggja stiga sigur.
After DeMar DeRozan's ridiculous #TissotBuzzerBeater, we look back at some of his BEST clutch buckets from his career so far! pic.twitter.com/CiHTKr5vHJ
— NBA (@NBA) January 1, 2022
Öll úrslit gærkvöldsins
Boston Celtics - Phoenix Suns 123-108
Indiana Pacers - Chicago Bulls 106-108
Sacramento Kings - Dallas Mavericks 96-112
Houston Rockets - Miami Heat 110-120
Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 118-121
Toronto Raptors - Los Angeles Clippers 116-108
Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 118-105
Oklahoma City Thunder - New York Knicks 95-80
Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 120-108
Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 139-108