Þúsundir á öndunarvél Aðalgeir Ástvaldsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki. Frá því takmarkanir voru settar á að nýju, þann 12. nóvember og hertar enn frekar þann 21. desember, hefur fyrirtækjum í veitingarekstri verið hent á öndunarvélar og enginn kemur til aðstoðar. Þeim hefur verið gert að standa undir föstum kostnaði, hrávöru- og starfsmannakostnaði sem búið var að ráða inn fyrir jólavertíðina. Auk þess kostnaðar og tekjutaps sem hægt er að rekja beint til sóttvarnaraðgerða. Eins og frægt er orðið hefur jólavertíðin verið slegin úr höndum veitingamanna, annað árið í röð, sem að öllu jöfnu er sá tími sem meginþorri fyrirtækja sækir bróðurpart tekna sinna til að takast á við fyrsta og almennt séð erfiðasta ársfjórðung í veitingarekstri. Því verður að segjast að útlitið er vægast sagt svart þar sem sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa takmarkað hefðbundin rekstur og möguleika til tekjuöflunar alveg frá upphafi aðgerða en veitingageirinn hefur mátt þola eina mestu skerðingu á starfsemi sinni frá upphafi en án allra sértækra úrræða. Úrræði sem lögð hafa verið fram hafa því miður ekki virkað eins og til var ætlast fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði. Viðmiðunarreglur og skilyrði styrkveitinga standa þar helst í vegi, til að mynda viðmið um tekjutap. Þörf er á hnitmiðuðum og sértækum úrræðum til að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni, aðdráttarafl og ímynd veitingageirans. Úr því sem komið er verður að teljast lífsnauðsynlegt fyrir greinina að fá beina aðstoð til að standa ofangreind högg hertra sóttvarnaraðgerða og komandi hækkana launa, hrávöru og opinbera gjalda af sér. Þegar einkarekin fyrirtæki eru takmörkuð af hálfu stjórnvalda með þessum hætti hefur það vissulega bein áhrif á tekjuöflun og verður því að teljast með öllu óásættanlegt að úrræði séu ekki kynnt samhliða takmörkunum. Sérstaklega þar sem við lifum ekki lengur á fordæmalausum tímum vegna Covid-19 og ætti því ekki að koma neinum í opna skjöldu þau áhrif sem takmarkanir hafa þar sem ítrekað hefur verið gripið til þeirra síðastliðin ár. Slíkt starfsumhverfi er hreinlega ekki boðlegt þar sem hvorki tími né viðunandi starfsaðstæður hafa gefist til að eiga inni fyrir áðurgreindum hækkunum og aukakostnaði vegna sóttvarnaraðgerða. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð stjórnvalda og efnahags- og fjármálaráðuneytis eftir fundi með SVEIT í byrjun desember hefur enn ekki verið komið á móts við fyrirtækin okkar með beinum hætti. Rekstraraðilar eru skiljanlega orðnir óþreyjufullir og bíða í örvæntingu eftir úrræðum til aðstoðar. Óútreiknanlegt starfsumhverfi og óvissan sem fylgir slíkum markaðsaðstæðum hefur ekki bara neikvæð áhrif á rekstraraðila heldur einnig rúmlega 10.000 starfsmenn greinarinnar. SVEIT krest þess að ríkisstjórnin virði mikilvægi greinarinnar og takist á við þann alvarlega vanda sem blasir við í greininni þar sem yfir 10.000 starfsmenn eru við störf í rúmlega 1.000 fyrirtækjum. Það sjá allir sem vilja að gríðarlegir hagsmunir eru undir og engan tíma má missa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar