Steingrímur J. Sigfússon verður fyrri gestur þáttarins en hann hefur undanfarna áratugi verið einn áhrifamesti foringi íslenskra vinstrimanna, stofnandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og sat á þingi í 38 ár.
Steingrímur fer yfir ferilinn, ræðir völd og áhrif stjórnmálamanna og spjallar um eitt og annað skemmtilegt.
Seinni gesturinn verður Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði en hann er nýorðinn sjötugur. Ólafur er stundum sagður faðir íslenskra kosningarannsókna og honum líkar það ekki illa.