Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 19:12 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira