Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 21:38 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“ Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“
Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16