Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 21:38 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“ Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“
Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16