Skoðun

Skiptir vel­ferð ungra barna engu máli lengur?

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus.

Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus.

Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus.

Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii].

Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps.

Drögum þetta saman:

  • Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna.
  • Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus.
  • Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna.
  • Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv].

Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur.

Höfundur er hagfræðingur.


[i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf

[ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf

[iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað.

[iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/




Skoðun

Skoðun

21 blár

Jón Pétur Zimsen skrifar

Sjá meira


×