Börn og PCR sýnataka Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 4. janúar 2022 15:30 Þann 30. desember sl., gaf Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins út tilmæli ætluðum foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Tilmælin í heild sinni eru: Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Jón Viðar Matthíasson, Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Líkt og tilmælin bera með sér fái börn kvef þurfa þau að fara í PCR próf til að mega mæta í leik- eða grunnskóla. Foreldrar leikskólabarna hafa sumir hverjir bent á að börn séu reglulega með kvef og sýnatakan reyni mikið á yngstu börnin. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun Nú er vetur og kvefpestir ganga sinn gang eins og vanalega. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa fáa sem geta hlaupið undir bagga til að gæta barns á meðan það er með kvefpest. Barn getur að auki verið með kvef eina vikuna og svo aftur þarnæstu viku o.s.frv. Þar af leiðandi neyðist foreldrið til að fara með barnið í PCR próf svo það geti mætt í leikskóla eða grunnskóla og foreldrið geti sótt vinnu. Í leikskólum ganga kvefpestir oft á tíðum og ef við ímyndum okkur að eitt barn með kvef fari í PCR próf og greinist neikvætt, fer þ.a.l. í leikskólann, hversu mörg önnur börn gætu smitast af því barni og þurft í kjölfarið að fara í PCR próf. Ef við einblínum á leikskólabörn þá eru þau á aldrinum 1-6 ára, sem er nokkuð viðkvæmur aldur varðandi þroska. Hvað eldri leikskólabörnin varðar, sem eru að nálgast skólaaldurinn, þá eru mörg hver hrædd við að fara í PCR prófið þar sem þau vita hvernig það er framkvæmt. Neiti barn að fara í PCR prófið er lítið hægt að gera annað en að halda barninu niðri. Halda barninu niðri svo hægt sé að athuga hvort það sé með COVID-19 af því það er með kvefeinkenni. Höfundur skilur vel þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, smittölur eru háar og er kapp lagt í að stemma stigu við faraldrinum. Það sem höfundur gagnrýnir eru tilmælin um að barn þurfi að fara í PCR próf sé það með kvefeinkenni til þess að fá að mæta í leik- og grunnskóla og afleiðingar sem geta hlotist af því. Afleiðingar fyrir börn að vera þvinguð í próf vegna kvefs þar sem þeim er jafnvel haldið niðri geta án efa verið streituvaldandi. Meðalhóf við ákvörðunartöku Alltaf er gott að hafa í huga meðalhóf og mannréttindi barna. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir varðandi börn (3. gr. Barnasáttmálans). Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau (19. gr. Barnasáttmálans). Með tilmælunum er ekki gætt að meðalhófi (að mati höfundar) og ekki komið til móts við mannréttindi barna yfir höfuð. Þá hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gagnrýnt framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að umhverfið á Suðurlandsbraut (þar sem sýnataka á höfuðborgarsvæðinu fer fram) sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Þá bendir hún á að það þurfi að hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna geti valdið börnum miklum kvíða. Ákjósanlegast væri að sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði og að sýnatakan væri framkvæmd af aðilum sem hafa fengið þjálfun sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna. Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi og ætti öllum að standa á sama hvernig staðið er að sýnatöku barna. Að öllu framangreindu virtu verður að grípa til viðeigandi úrræða þegar kemur að sýnatöku barna sem og að gæta að meðalhófi við ákvarðanir um tilmæli og aðrar reglur. Ábyrgð stjórnvalda hvað þetta varðar er mikil. Höfundur er þriggja barna móðir og lögfræðingur sem lagði áherslu á barnarétt í laganámi. Heimildir: https://www.visir.is/g/20222203710d/for-eldrar-bednir-um-ad-haetta-ad-senda-born-a-leik-skola-med-kvef https://www.barn.is/media/bref/Heilsugaesla-framkvaemd-pcr-profa.pdf https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/heildartexti-barnasattmalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Þann 30. desember sl., gaf Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins út tilmæli ætluðum foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Tilmælin í heild sinni eru: Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Jón Viðar Matthíasson, Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Líkt og tilmælin bera með sér fái börn kvef þurfa þau að fara í PCR próf til að mega mæta í leik- eða grunnskóla. Foreldrar leikskólabarna hafa sumir hverjir bent á að börn séu reglulega með kvef og sýnatakan reyni mikið á yngstu börnin. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun Nú er vetur og kvefpestir ganga sinn gang eins og vanalega. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa fáa sem geta hlaupið undir bagga til að gæta barns á meðan það er með kvefpest. Barn getur að auki verið með kvef eina vikuna og svo aftur þarnæstu viku o.s.frv. Þar af leiðandi neyðist foreldrið til að fara með barnið í PCR próf svo það geti mætt í leikskóla eða grunnskóla og foreldrið geti sótt vinnu. Í leikskólum ganga kvefpestir oft á tíðum og ef við ímyndum okkur að eitt barn með kvef fari í PCR próf og greinist neikvætt, fer þ.a.l. í leikskólann, hversu mörg önnur börn gætu smitast af því barni og þurft í kjölfarið að fara í PCR próf. Ef við einblínum á leikskólabörn þá eru þau á aldrinum 1-6 ára, sem er nokkuð viðkvæmur aldur varðandi þroska. Hvað eldri leikskólabörnin varðar, sem eru að nálgast skólaaldurinn, þá eru mörg hver hrædd við að fara í PCR prófið þar sem þau vita hvernig það er framkvæmt. Neiti barn að fara í PCR prófið er lítið hægt að gera annað en að halda barninu niðri. Halda barninu niðri svo hægt sé að athuga hvort það sé með COVID-19 af því það er með kvefeinkenni. Höfundur skilur vel þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, smittölur eru háar og er kapp lagt í að stemma stigu við faraldrinum. Það sem höfundur gagnrýnir eru tilmælin um að barn þurfi að fara í PCR próf sé það með kvefeinkenni til þess að fá að mæta í leik- og grunnskóla og afleiðingar sem geta hlotist af því. Afleiðingar fyrir börn að vera þvinguð í próf vegna kvefs þar sem þeim er jafnvel haldið niðri geta án efa verið streituvaldandi. Meðalhóf við ákvörðunartöku Alltaf er gott að hafa í huga meðalhóf og mannréttindi barna. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir varðandi börn (3. gr. Barnasáttmálans). Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau (19. gr. Barnasáttmálans). Með tilmælunum er ekki gætt að meðalhófi (að mati höfundar) og ekki komið til móts við mannréttindi barna yfir höfuð. Þá hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gagnrýnt framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að umhverfið á Suðurlandsbraut (þar sem sýnataka á höfuðborgarsvæðinu fer fram) sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Þá bendir hún á að það þurfi að hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna geti valdið börnum miklum kvíða. Ákjósanlegast væri að sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði og að sýnatakan væri framkvæmd af aðilum sem hafa fengið þjálfun sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna. Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi og ætti öllum að standa á sama hvernig staðið er að sýnatöku barna. Að öllu framangreindu virtu verður að grípa til viðeigandi úrræða þegar kemur að sýnatöku barna sem og að gæta að meðalhófi við ákvarðanir um tilmæli og aðrar reglur. Ábyrgð stjórnvalda hvað þetta varðar er mikil. Höfundur er þriggja barna móðir og lögfræðingur sem lagði áherslu á barnarétt í laganámi. Heimildir: https://www.visir.is/g/20222203710d/for-eldrar-bednir-um-ad-haetta-ad-senda-born-a-leik-skola-med-kvef https://www.barn.is/media/bref/Heilsugaesla-framkvaemd-pcr-profa.pdf https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/heildartexti-barnasattmalans
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun