Stefnir í spennandi formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 14:25 Bæði sækjast eftir því að verða næsti formaður Eflingar. vísir/vilhelm Allt stefnir í æsispennandi formannsslag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnarmenn stéttarfélagsins hafa gefið kost á sér til formennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan félagsins í haust þegar fyrrverandi formaður þess sagði af sér. Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01