„Þetta er mjög öflug lægð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 00:01 Leiðindaveður í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58
Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13