Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Aaron Rodgers hefur spilað frábærlega með Green Bay Packers en það að hann reyndi að halda réttindum bólusettra án þess að fara í bólusetningu fór ekki vel í suma. AP/Matt Ludtke Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár. Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira