Jöfn tækifæri til velsældar og þroska Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2022 11:30 Eftir stutt en snarpt desemberþing liggja nú fyrir helstu áherslur fyrir árið 2022. Það er mér sérstakt ánægjuefni að samþykktur hefur verið áframhaldandi íþrótta- og tómstundastyrkur barna á tekjulágum heimilum. Það er mér sem og félögum mínum í Framsókn mikið hjartans mál að öll börn eigi rétt á að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Endurspeglaðist það meðal annars í áherslum flokksins fyrir síðustu kosningar þar sem lagt var upp með viðbótar tómstundarstyrk fyrir öll börn. Áframhaldandi stuðningur Í fjáraukalögum fyrir 2020 samþykktu stjórnvöld að veita sérstakan 50.000 kr. íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum. Tryggja átti að úrræðið beindist að börnum foreldra sem höfðu lágar tekjur eða höfðu misst atvinnu að hluta eða öllu leyti. Úrræðið nýttist jafnframt börnum á heimilum einstæðra foreldra og öryrkja. Við gerð fjárlaga fyrir árið 2021 samþykktu stjórnvöld að veita fjármuni í íþrótta- og tómstundastyrki að fjárhæð 25.000 kr. fyrir hvert barn. Styrkurinn miðaðist við að heildartekjur heimilisins væru lægri en 787.200 kr. á mánuði, á tímabilinu mars til júní 2021. Við gerð núverandi fjárlaga er þessum styrk áframhaldið og samþykkt hefur verið að veita 50.000 kr. styrk fyrir hvert barn á tekjulágum heimilum árið 2022. Gert er ráð fyrir að um 10.400 börn nýti styrkinn í ár. Tækifæri skipta máli Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi hafi forvarnargildi. Sýnt hefur verið fram á að unglingar og börn sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líkleg til þess að þróa með sér neikvætt atferli. Auk forvarnargildis þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að þátttaka í skipulögðu íþrótta og/eða tómstundastarfi skilar sér með betri námsárangri, betri líðan, betri félags þroska, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðri líkamsmynd. Með því að gefa börnum jöfn tækifæri til þess að stunda tómstundir eru stjórnvöld á sama tíma að veita börnum jöfn tækifæri til þess að ná árangri, bæta félagslegan þroska sinn og samskiptahæfileika. Börn sem stunda tómstundir verða alla jafnan sterkari einstaklingar á uppvaxtarárum sínum. Það hlýtur því að vera markmið samfélagsins í heild að búið sé í haginn fyrir börnin okkar og að við skilum af okkur sterkum og sjálfstæðum einstaklingum sem hafa tækifæri til að blómstra í samfélaginu. Við erum rétt að byrja Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á að vinna áfram í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. Þar segir að lögð verði áhersla á að öll börn geti tekið þátt í íþrótta og tómstundastarfi enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti barna. Áframhaldandi stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf er upptakturinn að því sem koma skal á þessu kjörtímabili. Höfundur er þingmaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Réttindi barna Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir stutt en snarpt desemberþing liggja nú fyrir helstu áherslur fyrir árið 2022. Það er mér sérstakt ánægjuefni að samþykktur hefur verið áframhaldandi íþrótta- og tómstundastyrkur barna á tekjulágum heimilum. Það er mér sem og félögum mínum í Framsókn mikið hjartans mál að öll börn eigi rétt á að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Endurspeglaðist það meðal annars í áherslum flokksins fyrir síðustu kosningar þar sem lagt var upp með viðbótar tómstundarstyrk fyrir öll börn. Áframhaldandi stuðningur Í fjáraukalögum fyrir 2020 samþykktu stjórnvöld að veita sérstakan 50.000 kr. íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum. Tryggja átti að úrræðið beindist að börnum foreldra sem höfðu lágar tekjur eða höfðu misst atvinnu að hluta eða öllu leyti. Úrræðið nýttist jafnframt börnum á heimilum einstæðra foreldra og öryrkja. Við gerð fjárlaga fyrir árið 2021 samþykktu stjórnvöld að veita fjármuni í íþrótta- og tómstundastyrki að fjárhæð 25.000 kr. fyrir hvert barn. Styrkurinn miðaðist við að heildartekjur heimilisins væru lægri en 787.200 kr. á mánuði, á tímabilinu mars til júní 2021. Við gerð núverandi fjárlaga er þessum styrk áframhaldið og samþykkt hefur verið að veita 50.000 kr. styrk fyrir hvert barn á tekjulágum heimilum árið 2022. Gert er ráð fyrir að um 10.400 börn nýti styrkinn í ár. Tækifæri skipta máli Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi hafi forvarnargildi. Sýnt hefur verið fram á að unglingar og börn sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líkleg til þess að þróa með sér neikvætt atferli. Auk forvarnargildis þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að þátttaka í skipulögðu íþrótta og/eða tómstundastarfi skilar sér með betri námsárangri, betri líðan, betri félags þroska, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðri líkamsmynd. Með því að gefa börnum jöfn tækifæri til þess að stunda tómstundir eru stjórnvöld á sama tíma að veita börnum jöfn tækifæri til þess að ná árangri, bæta félagslegan þroska sinn og samskiptahæfileika. Börn sem stunda tómstundir verða alla jafnan sterkari einstaklingar á uppvaxtarárum sínum. Það hlýtur því að vera markmið samfélagsins í heild að búið sé í haginn fyrir börnin okkar og að við skilum af okkur sterkum og sjálfstæðum einstaklingum sem hafa tækifæri til að blómstra í samfélaginu. Við erum rétt að byrja Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á að vinna áfram í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. Þar segir að lögð verði áhersla á að öll börn geti tekið þátt í íþrótta og tómstundastarfi enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti barna. Áframhaldandi stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf er upptakturinn að því sem koma skal á þessu kjörtímabili. Höfundur er þingmaður Suðurkjördæmis.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun