Sá sem fékk COVID-19 og „stoppaði“ NBA á sínum tíma er aftur smitaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 13:32 Rudy Gobert (númer 27) í leik með of the Utah Jazz á móti Portland Trail Blazers. Hér er hann nýbúinn að troða boltanum í körfu mótherjanna. Getty/Soobum Franski miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz er aftur smitaður af kórónuveirunni. Þegar það gerðist fyrst hafði það gríðarlegar afleiðingar fyrir NBA-deildina. Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira