Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 17:26 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, en ekki hefur náðst í hana símleiðis í dag, að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standa henni nærri samkennd. Hún segir þó að það mætti gera með öðrum hætti en hún gerði. Hins vegar felist engin afstaða eða vantrú á frásagnir þolenda í lækinu umdeilda. Skilur umræðuna „Störf mín, lagabreytingar og barátta í dómsmálaráðuneytinu og sem þingmaður þar á undan segja meira um afstöðu mína í þessum mikilvægu málum en nokkuð annað,“ segir Áslaug Arna. Hún segist þó skilja þá umræðu sem hefur átt sér stað frá því í gær og að hún þurfi að vanda sig í þessu eins og öðru. Segist saklaus en viðurkennir að hafa farið yfir mörk Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi setti Logi Bergmann inn færslu á Facebooksíðu sína seint í gærkvöldi þar sem hann segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. Ásakanirnar má rekja til viðtals sem hin 24 ára gamla Vítalía Lazareva fór í hjá Eddu Falak á dögunum þar sem hún sagði frá meintu kynferðisofbeldi. Þar sagði hún meðal annars frá því að þjóðþekktur einstaklingur hafði gengið inn á sig og ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Líkt og við mátti búast hafa miklar umræðum sprottið upp um færsluna, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þar hefur Logi Bergmann verið gagnrýndur og ekki síður þeir sem lækað hafa færslu hans. Þeirra á meðal eru til dæmis Áslaug Arna og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Mál Vítalíu Lazarevu Sjálfstæðisflokkurinn Kynferðisofbeldi MeToo Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, en ekki hefur náðst í hana símleiðis í dag, að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standa henni nærri samkennd. Hún segir þó að það mætti gera með öðrum hætti en hún gerði. Hins vegar felist engin afstaða eða vantrú á frásagnir þolenda í lækinu umdeilda. Skilur umræðuna „Störf mín, lagabreytingar og barátta í dómsmálaráðuneytinu og sem þingmaður þar á undan segja meira um afstöðu mína í þessum mikilvægu málum en nokkuð annað,“ segir Áslaug Arna. Hún segist þó skilja þá umræðu sem hefur átt sér stað frá því í gær og að hún þurfi að vanda sig í þessu eins og öðru. Segist saklaus en viðurkennir að hafa farið yfir mörk Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi setti Logi Bergmann inn færslu á Facebooksíðu sína seint í gærkvöldi þar sem hann segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. Ásakanirnar má rekja til viðtals sem hin 24 ára gamla Vítalía Lazareva fór í hjá Eddu Falak á dögunum þar sem hún sagði frá meintu kynferðisofbeldi. Þar sagði hún meðal annars frá því að þjóðþekktur einstaklingur hafði gengið inn á sig og ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Líkt og við mátti búast hafa miklar umræðum sprottið upp um færsluna, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þar hefur Logi Bergmann verið gagnrýndur og ekki síður þeir sem lækað hafa færslu hans. Þeirra á meðal eru til dæmis Áslaug Arna og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Sjálfstæðisflokkurinn Kynferðisofbeldi MeToo Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18