Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 22:29 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Stöð 2/Egill Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira