Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 22:29 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Stöð 2/Egill Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira