„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:07 Frá vettvangi í gær. Engan sakaði alvarlega. Aðsend Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri. „Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg. Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg.
Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50
Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08