Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8).
Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE
— NFL (@NFL) January 3, 2022
Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina.
Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7).
Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag.