Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 17:37 Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson. Vísir Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira