Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 14:01 Liðsfélagarnir og vinirnir Tom Brady og Rob Gronkowski hjá Tampa Bay Buccaneers Getty/Jared C. Tilton Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila. Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira