Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 17:54 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heiða skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum á eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, sem hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnir þessa ákvörðun sína í færslu á Facebook og segir þar að Reykjavík sé stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og sé því mikilvægt að „við“ villumst ekki af leið, höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir alla. „Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga alls konar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða,“ skrifar Heiða í færslunni. Stefnan hafi verið sett á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verði megindrifkrafturinn, þar sem allir fái raunhæft val umvistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. „Mannréttindi og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur,“ skrifar Heiða. Hún segir þetta verða meginverkefni „Velferðarborgarinnar Reykjavíkur“ á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að hennar mati að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. „Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ skrifar Heiða. „Ég óska því eftir stuðningi til að starfa áfram í forystusveit borgarstjórnar og býð mig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Heiða skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum á eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, sem hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnir þessa ákvörðun sína í færslu á Facebook og segir þar að Reykjavík sé stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og sé því mikilvægt að „við“ villumst ekki af leið, höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir alla. „Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga alls konar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða,“ skrifar Heiða í færslunni. Stefnan hafi verið sett á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verði megindrifkrafturinn, þar sem allir fái raunhæft val umvistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. „Mannréttindi og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur,“ skrifar Heiða. Hún segir þetta verða meginverkefni „Velferðarborgarinnar Reykjavíkur“ á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að hennar mati að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. „Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ skrifar Heiða. „Ég óska því eftir stuðningi til að starfa áfram í forystusveit borgarstjórnar og býð mig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26
Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18