Þjálfari Bucs: Skrípaleikur ef Brady verður ekki kosinn mikilvægastur í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 16:31 Tom Brady veifar til áhorfenda eftir sigur á Carolina Panthers í lokaleik deildarkeppninnar. AP/Mark LoMoglio Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers, er á því að hinn 44 ára gamli Tom Brady hafi ekki bara verið besti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili heldur sá langbesti. Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022 NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira