Þjálfari Bucs: Skrípaleikur ef Brady verður ekki kosinn mikilvægastur í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 16:31 Tom Brady veifar til áhorfenda eftir sigur á Carolina Panthers í lokaleik deildarkeppninnar. AP/Mark LoMoglio Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers, er á því að hinn 44 ára gamli Tom Brady hafi ekki bara verið besti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili heldur sá langbesti. Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022 NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira
Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira