Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 15:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sótti málin tvö fyrir Endurupptökudómi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára. Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára.
Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14