Ástæða þess að þau tilkynntu um skilnaðinn á Instagram síðu Momoa var að þau vildu lifa lífi sínu áfram með hreinskilni og virðingu. Tilkynningunna má lesa í heild sinni í færslunni hér fyrir neðan.
Leikarinn hefur áður sagt frá því í viðtali að hann hafi strax fallið fyrir Lisu Bonet. Þau hittust á bar í gegnum sameiginlegan vin og þá var ekki aftur snúið. Lýsti hann fyrstu tilfinningunni sem flugeldum í maganum. Þau eignuðust tvö börn saman, Lola og Nakoa-Wolf. Bonet á svo einnig dótturina Zoë Kravitz sem hún eignaðist með fyrsta eiginmanni sínum, Lenny Kravitz. '
Bonet steig fyrst upp á stjörnuhimininn í The Cosby Show. Momoa er þekktastur fyrir hlutverk sín sem Khal Drogo í Game of Thrones og svo Aquaman í samnefndri kvikmynd. Hann lék einnig í Dune sem vakti mikla athygli á síðasta ári. Leikarinn fer með aðahlutverk í sjónvarpsþáttunum See þar sem Hera Hilmarsdóttir leikur með honum.