Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2022 10:57 Lögmaður Giuffre segir hana vilja uppreist æru fyrir sig og aðra þolendur. AP/Bebeto Matthews Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna. Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Dómari í New York komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að vísa máli Giuffre gegn Andrési ekki frá dómi. Þetta þýðir að prinsinn þarf annað hvort að fylgja málinu eftir alla leið eða leita sátta við Giuffre, sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér í þrígang þegar hún var 17 ára gömul. „Ég held að það sé afar mikilvægt fyrir Virginiu Giuffre að þetta mál verði leyst þannig að það hún og hinir þolendurnir fái uppreist æru,“ sagði David Boies í samtali við BBC og á þar líklega við önnur fórnarlömb Jeffrey Epstein, vinar Andrésar, sem Giuffre segir hafa selt sig mansali. Giuffre og lögmenn hennar hefðu leitað til Andrésar og teymis hans og lagt til að þau settust niður og kæmust að sátt í málinu en Andrés hefði ekki haft áhuga á því á þeim tíma. „Hvort það hefur breyst eða ekki mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Boies. Hann sagði Giuffre ekki myndu hafa áhuga á sátt sem snérist aðeins um peninga. Andrés er nú í mikilli klemmu, þar sem hann neyðist til að semja, grípa til varna eða fá sjálfkrafa á sig dóm.AP/Steve Parsons Andrés stendur nú frammi fyrir því að Giuffre greini frá því í smáatriðum fyrir dómi sem hún segir hafa átt sér stað milli sín og prinsins. Kunnugir segja afar ólíklegt að Andrés myndi ferðast til New York til að bera vitni en að hann yrði tilneyddur til að gera það í gegnum fjarfundabúnað. Prinsinn á þann kost að hunsa réttarhöldin algjörlega en það myndi verða til þess að dómur myndi sjálfkrafa falla Giuffre í vil. Hann yrði aldrei framseldur til að afplána dóm en afleiðingarnar yrðu verulegar, bæði fyrir hann og bresku konungsfjölskylduna.
Bandaríkin Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira