Arion banki – úlfur í sauðagæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 13. janúar 2022 14:00 Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Íslenskir bankar Reykjanesbær Tómas Guðbjartsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef býsna oft stungið niður penna og hneykslast á misheppnuðu kísilveri í Helguvík, sem framan af var kennt við United Silicon. Sem betur fer var þessum mengandi óskapnaði lokað í september 2017 eftir að fjöldi íbúa í Reykjanesbæ hafði veikst af útblæstri verksmiðjunnar - sem allir eru sammála um að standi alltof nálægt íbúabyggð. En núverandi eigandi, Stakkaberg, sem er í eigu Arionbankia, gefst ekki upp við að reyna að opna verksmiðjuna að nýju. Samt hefur virði hennar verið fært niður í bókum bankans og flestir á því að henni sé best borgið sem brotajárn. Eftir að bankinn tilkynnti ein af mörgum endurlífgunaráformum sínum fyrit tæpum tvemur árum skrifaði ég harðorða grein líkt og margir aðrir. Eitthvað lognaðist umræðan út af, enda bankanum erfið. Nú er Arionbanki aftur mættur með adrenalínsprautu sem ætluð er löngu dauðvona verksmiðju. Ástæðan er eflaust sögulega hátt kísilverð um þessar mundir – sem allar líkur eru á að lækki aftur þegar Covid-faraldrinum líkur. Breytingatillögur Stakkabergs á þessu verksmiðjulíki hefur Skipulagsstofnun af óskiljanlegum ástæðum blessað – sem þó réttlætir engan veginn opnun hennar. Þyngst vegur að verksmiðjan er afar mengandi, en á fullum afköstum er talið að hún brenni allt að 150.000 tonnum af kolum á ári. Síðan vilja hvorki íbúar né bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sjá verksmiðjuna – og í staðinn losna við hana - enda bæði heilsuspillandi og ljót. Ætlar Arion banki virkilega að fara gegn íbúum og bæjaryfirvöldum eins stærsta byggðakjarna á Íslandi – eingöngu með gróða að leiðarljósi? Einnig má spyrja hvort opnun verksmiðjunnar samrýmist áformum bankans í baráttunni við loftslagsvandann. Hvar er samfélagslega ábyrgð bankans? Eða er bankinn úlfur i í sauðagæru sem á heimasíðu sinni auglýsir græn gildi og skartar bankastjóra sem nýlega var valinn Markaðsmaður ársins? Bankinn skilaði jú methagnaði í krónum talið og telst varla á vonarvöl. Er ekki kominn tími til að bankinn forgangsraði með umhverfi og heilsu fólks að leiðarljósi - í stað peninga? Þannig banka held ég að flestir vilji skipta við. Höfundur er umhverfisverndarsinni.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun