Handbolti

Okkur eru allir vegir færir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll verður vonandi í stuði í kvöld.
Björgvin Páll verður vonandi í stuði í kvöld.

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er alltaf léttur í aðdraganda stórmóts enda finnst honum fátt skemmtilegra en að spila fyrir Íslands hönd.

„Dagurinn fyrir fyrsta leik er alltaf skemmtilegur. Sérstaklega núna þar sem undirbúningurinn var mjög langur og mikil samvera. Þetta er búið að vera skemmtilegt og ég er vel peppaður fyrir þessu,“ sagði reynsluboltinn og bætir við að andinn sé mjög góður í liðinu.

„Andinn er mjög ferskur. Elvar sagði í viðtali að við værum allir á svipuðum aldri sem gerði mikið fyrir mig. Ég fæ enn að vera með í FIFA og upplifa mig ungan.“

Þó svo menn séu ekki mjög yfirlýsingaglaðir þá dylst manni ekki að strákarnir ætla sér stóra hluti í Búdapest.

„Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og ég held að við séum með þannig lið að okkur eru allir vegir færir. Óþægilega í kringum þetta er auðvitað Covid. Nú hugsar maður dag fyrir dag í staðinn fyrir leik fyrir leik.“

Það er ekki mikið Covid-stress í Búdapest og það verður fullt hús. 20 þúsund manns á leikjunum.

„Það verður gaman en vonandi verður fólkið samt ekki og nálægt okkur. Við þekkjum stóra sviðið í þessum verkefnum og það er alltaf meira stuð þegar við erum í riðli með heimamönnum. Það gefur aukalega.“

Klippa: Björgvin Páll bjartsýnn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×