„Algjörlega óviðráðanlegar aðstæður“ Samúel Karl Ólason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. janúar 2022 18:46 Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Ökumaður stærðarinnar vöruflutningabíls lenti í miklu basli á Háreksstaðaleið seinni partinn í gær í gríðarlegu hvassviðri og hálku. Framkvæmdastjóri Smyril Line þakkar fyrir að ekki hafi farið illa en einn reyndasti bílstjóri fyrirtækisins var undir stýri. Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náði bílstjóri á kranabíl myndbandinu að neðan og fylgdist með því sem fram fór. Litlu munaði að árekstur yrði en fólksbílar komu úr hinni áttinni á sama tíma og flutningabíllinn rásaði á veginum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segist hafa fengið myndbandið sent úr mörgum áttum í gær og um leið hafi verið farið í að gera greiningu á málinu. Flutningabíllinn hafi verið á negldum dekkjum og allt eins og það átti að vera. Vagninn hafi auk þess verið á keðjum. Veðuraðstæður hafi verið kannaðar fyrir brottför en svo hafi vindhviðurnar á leiðinni orðið svakalegar. „Það kemur svakaleg vindhviða ofan í mikla hálku og hann ræður ekkert við neitt. Það var enginn séns að rétta vagninn við,“ segir Linda. Um algjörlega óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða en sem betur fer hafi einn reyndasti bílstjóri landsins verið við stýri. Flutningabíllinn sé verulega stór og taki á sig mikinn vind. Hún þakkar fyrir að ekki hafi orðið nein slys á fólki. Smyril Line leggi mikið upp úr að skoða aðstæður fyrir flutninga og raunar sé legið yfir veðurspá á akstursdeildinni. „Við bíðum af okkur alls kyns veður,“ segir Linda. Þessar hviður hafi ekki gert boð á undan sér. Samgönguslys Múlaþing Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náði bílstjóri á kranabíl myndbandinu að neðan og fylgdist með því sem fram fór. Litlu munaði að árekstur yrði en fólksbílar komu úr hinni áttinni á sama tíma og flutningabíllinn rásaði á veginum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segist hafa fengið myndbandið sent úr mörgum áttum í gær og um leið hafi verið farið í að gera greiningu á málinu. Flutningabíllinn hafi verið á negldum dekkjum og allt eins og það átti að vera. Vagninn hafi auk þess verið á keðjum. Veðuraðstæður hafi verið kannaðar fyrir brottför en svo hafi vindhviðurnar á leiðinni orðið svakalegar. „Það kemur svakaleg vindhviða ofan í mikla hálku og hann ræður ekkert við neitt. Það var enginn séns að rétta vagninn við,“ segir Linda. Um algjörlega óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða en sem betur fer hafi einn reyndasti bílstjóri landsins verið við stýri. Flutningabíllinn sé verulega stór og taki á sig mikinn vind. Hún þakkar fyrir að ekki hafi orðið nein slys á fólki. Smyril Line leggi mikið upp úr að skoða aðstæður fyrir flutninga og raunar sé legið yfir veðurspá á akstursdeildinni. „Við bíðum af okkur alls kyns veður,“ segir Linda. Þessar hviður hafi ekki gert boð á undan sér.
Samgönguslys Múlaþing Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira