Ætlaði alltaf að verða sálfræðingur, fann sig ekki og fór í förðun Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2022 10:30 Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. Sif Bachmann er 33 ára gift móðir sem vildi snemma hvað hún vildi í lífinu. Hún fór í Versló og þaðan lá leiðin í sálfræðina. Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Förðun Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Förðun Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira