Þetta staðfestir lögreglan í Manchester við breska miðilinn The Sun en þetta er í þriðja skiptið sem Gylfi fær framlengingu sem þessa síðan hann var handtekinn í júlí síðastliðnum. Lögreglan ákvað þetta í gær.
Gylfi hefur ekkert spilað með Everton á þessari leiktíð vegna málsins en hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.
Gylfi er sagður harðneita ásökunum sem á hann eru bornar en hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan hann var handtekinn.
The Sun nafngreinir Gylfa ekki í grein sinni því breskir fjölmiðlar segjast ekki geta nafngreint grunaða menn af lagalegum ástæðum.