Drama í Dallas en létt hjá Brady og tengdasyninum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 11:00 Jayron Kearse og félagar í Dallas Cowboys voru eina liðið sem tapaði á heimavelli í úrslitakeppninni um helgina. AP/Ron Jenkins Lið San Francisco 49ers, Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers komust áfram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær og nótt en Dallas Cowboys, Pittsburgh Steelers og Philadelphia Eagles eru úr leik. Cincinnati Bengals og Buffalo Bills komust áfram á laugardaginn en í kvöld kemur í ljós hvort Arizona Cardinals eða Los Angeles Rams komist áfram úr lokaleik helgarinnar. Still 10/10 on the flip. No notes. @cheetah : #PITvsKC on NBC : NFL app pic.twitter.com/aT77OJHZrx— NFL (@NFL) January 17, 2022 Öll dramatík dagsins var í Dallas þar sem Kúrekarnir töpuðu enn á ný í úrslitakeppni. Jú það er ekki auðvelt að vera stuðningsmaður Dallas Cowboys liðsins. Dallas vann sig aftur inn í leikinn en tókst að klúðra síðasta möguleikanum á að skora í lokasókn sinni. Leikstjórendurnir Tom Brady hjá Tampa Bay Buccaneers og Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs voru ekki í miklum vandræðum með að leiða sín lið áfram. "I'm gonna get one of these at some point.""I need one too!"Jersey exchange coming between Roethlisberger and @PatrickMahomes. #NFLPlayoffs #SuperWildCard pic.twitter.com/L9YKohj9aN— NFL (@NFL) January 17, 2022 Patrick Mahomes, tendasonur Mosfellsbæjar, átti fimm snertimarkssendingar þegar Kansas City Chiefs vann Pittsburgh Steelers 42-21. Chiefs liðið hefur komist alla leið í Super Bowl leikinn undanfarin tvö ár, vann 2020 en tapaði fyrir Tampa Bay Buccaneers í fyrra. Pittsburgh liðið skoraði reyndar fyrstu sjö stig leiksins en Kansas City svaraði með 35 stigum í röð og eftir það voru úrslitin ráðin. Mahomes sýndi þá snilli sína með því að gefa fimm snertimarkssendingar á rúmum ellefu leikmíntum. 5 TDs in the last 11:31.Unreal run from @PatrickMahomes. pic.twitter.com/JY6FSqfNGk— NFL (@NFL) January 17, 2022 Tampa Bay liðið byrjaði titilvörnina með sannfærandi 31-15 sigri á Philadelphia Eagles. Tom Brady átti tvær snertimarkssendingar þar af aðra þeirra á góðvin sinn Rob Gronkowski. Buccaneers komst í 31-0 í leiknum og úrslitin voru löngu ráðin þegar Ernirnir minnkuðu muninn í lokin. Spennan var í Dallas þar sem San Francisco 49ers vann 23-17 sigur á Dallas Cowboys. 49ers var 23-7 yfir í fjórða leikhluta en heimamenn vöknuðu í lokin, minnkuðu muninn í sex stig og fengu svo lokasókn leiksins. What a way to end the game! #SuperWildCard pic.twitter.com/esKKpbkrQn— NFL (@NFL) January 17, 2022 Það voru 32 sekúndur eftir og Dallas liðið tókst að færa hann upp boltann þar til að það voru fjórtán sekúndur eftir. Leikstjórndaninn Dak Prescott hljóp þá með boltann í stað þess að senda hann og Dallas mönnum tókst ekki að koma boltanum aftur í leik áður en tíminn rann út. Dallas náði því ekki að reyna síðustu sendinguna en snertimark hefði jafnað leikinn og aukastigið tryggt þeim þá sigurinn. Dallas Cowboys leit vel út í vetur og vann sér inn heimaleik í þessum fyrsta leik úrslitakeppninnar. Liðið fór ekki lengra og hefur aðeins unnið þrjá leiki í úrslitakeppnin á öldinni. Dallas menn hafa ekki komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar síðan liðið varð meistari í janúar 1996. The NFL playoff picture with one game left to play in #SuperWildCard weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/ZFjMTeTk8i— NFL (@NFL) January 17, 2022 NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Cincinnati Bengals og Buffalo Bills komust áfram á laugardaginn en í kvöld kemur í ljós hvort Arizona Cardinals eða Los Angeles Rams komist áfram úr lokaleik helgarinnar. Still 10/10 on the flip. No notes. @cheetah : #PITvsKC on NBC : NFL app pic.twitter.com/aT77OJHZrx— NFL (@NFL) January 17, 2022 Öll dramatík dagsins var í Dallas þar sem Kúrekarnir töpuðu enn á ný í úrslitakeppni. Jú það er ekki auðvelt að vera stuðningsmaður Dallas Cowboys liðsins. Dallas vann sig aftur inn í leikinn en tókst að klúðra síðasta möguleikanum á að skora í lokasókn sinni. Leikstjórendurnir Tom Brady hjá Tampa Bay Buccaneers og Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs voru ekki í miklum vandræðum með að leiða sín lið áfram. "I'm gonna get one of these at some point.""I need one too!"Jersey exchange coming between Roethlisberger and @PatrickMahomes. #NFLPlayoffs #SuperWildCard pic.twitter.com/L9YKohj9aN— NFL (@NFL) January 17, 2022 Patrick Mahomes, tendasonur Mosfellsbæjar, átti fimm snertimarkssendingar þegar Kansas City Chiefs vann Pittsburgh Steelers 42-21. Chiefs liðið hefur komist alla leið í Super Bowl leikinn undanfarin tvö ár, vann 2020 en tapaði fyrir Tampa Bay Buccaneers í fyrra. Pittsburgh liðið skoraði reyndar fyrstu sjö stig leiksins en Kansas City svaraði með 35 stigum í röð og eftir það voru úrslitin ráðin. Mahomes sýndi þá snilli sína með því að gefa fimm snertimarkssendingar á rúmum ellefu leikmíntum. 5 TDs in the last 11:31.Unreal run from @PatrickMahomes. pic.twitter.com/JY6FSqfNGk— NFL (@NFL) January 17, 2022 Tampa Bay liðið byrjaði titilvörnina með sannfærandi 31-15 sigri á Philadelphia Eagles. Tom Brady átti tvær snertimarkssendingar þar af aðra þeirra á góðvin sinn Rob Gronkowski. Buccaneers komst í 31-0 í leiknum og úrslitin voru löngu ráðin þegar Ernirnir minnkuðu muninn í lokin. Spennan var í Dallas þar sem San Francisco 49ers vann 23-17 sigur á Dallas Cowboys. 49ers var 23-7 yfir í fjórða leikhluta en heimamenn vöknuðu í lokin, minnkuðu muninn í sex stig og fengu svo lokasókn leiksins. What a way to end the game! #SuperWildCard pic.twitter.com/esKKpbkrQn— NFL (@NFL) January 17, 2022 Það voru 32 sekúndur eftir og Dallas liðið tókst að færa hann upp boltann þar til að það voru fjórtán sekúndur eftir. Leikstjórndaninn Dak Prescott hljóp þá með boltann í stað þess að senda hann og Dallas mönnum tókst ekki að koma boltanum aftur í leik áður en tíminn rann út. Dallas náði því ekki að reyna síðustu sendinguna en snertimark hefði jafnað leikinn og aukastigið tryggt þeim þá sigurinn. Dallas Cowboys leit vel út í vetur og vann sér inn heimaleik í þessum fyrsta leik úrslitakeppninnar. Liðið fór ekki lengra og hefur aðeins unnið þrjá leiki í úrslitakeppnin á öldinni. Dallas menn hafa ekki komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar síðan liðið varð meistari í janúar 1996. The NFL playoff picture with one game left to play in #SuperWildCard weekend! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/ZFjMTeTk8i— NFL (@NFL) January 17, 2022
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira