Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:00 Útherjinn Odell Beckham Jr. og leikstjórnandinn Matthew Stafford eru að ná vel saman hjá Los Angeles Rams. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi. Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira